skip to Main Content
Þjónustuaðilar
Herrafatnaður

Herrafatnaður

Í öllu umstanginu í kringum brúðina og hverju hún á að klæðast gleymist klæðnaður brúðgumans stundum og jafnvel skellt á hann jakkaföt á síðustu stundu sem hann kann ekki við. En flestir brúðgumar vilja einnig líta vel út á brúðkaupsdaginn og skiptir jafn miklu máli að þeim líði vel að utan jafnt sem innan og brúðunum. Þannig má fara að huga að klæðnaði brúðgumans með góðum fyrirvara þannig að hann geti gefið sér nægan tíma til að finna herrafatnað sem honum líður vel í og endurspeglar hans innri mann.

Mikið úrval er til af fallegum jakkafötum, en svo er líka hægt að klæðast smóking, íslenska hátíðarbúningnum, eða einhverju allt öðru sem hentar vel. Þó svo það sé skemmtileg regla að sjá ekki hvort annað í brúðarklæðnaðinum, fyrir brúðkaupið sjálft, er ekki vitlaust að setjast niður saman og ræða aðeins hugmyndir varðandi fataval áður en rokið er af stað í búðir. Það er skemmtilegra ef klæðnaður ykkar passar vel saman þegar þið hittist uppi við altarið.

 

Back To Top
×Close search
Search