skip to Main Content
Þjónustuaðilar
Myndataka

Myndataka

Þegar kemur að því að brúðhjónin bóka ljósmyndara fyrir brúðkaupið sitt er vert að huga að því að fá góðan og reyndan aðila. Þær minningar sem brúhjónin rifja upp ár eftir ár endurspeglast af þeim myndum sem teknar voru á þessum merkisdegi. Brúðkaupsdaginn er ekki hægt að endurtaka og því mikilvægt að tryggja að myndirnar verði góðar og að þær séu af þeim atburðum sem brúðhjónunum er efst í huga (t.d. amma gamla sem kom í kirkjuna til að sjá yngsta barna barn sitt ganga í það heilaga).

Besta leiðin til að tryggja að ljósmyndarinn myndi réttu andartökin við bestu aðstæður er að búa til einskonar „má ekki missa af“ listi. Þennan lista þurfa brúðhjónin að fara yfir með ljósmyndaranum til að tryggja að hann skilji hvað verið er að biðja um. Það að setjast niður með ljósmyndaranum í rólegheitum, fara yfir óskir og væntingar, hvernig brúðarmyndatakan sjálf fer fram og hve mikinn tíma hún tekur, róar oft brúðhjónin.

Ef ákveðið er að taka brúðkaupsmyndirnar úti við þarf að hafa vara á og hafa annan stað inni við ef veðrið skildi verða vont. Ef til vill er ekki nægur tími fyrir ljósmyndarann að vera viðstaddur undirbúning bæði hjá brúðinni og hjá brúðgumanum (ef þau hafa sig til á sitt hvorum staðnum) og því nauðsynlegt að hafa sína eigin myndavél með í för.

Ljósmyndarar í þjónustuskrá brudkaup.is

Back To Top
×Close search
Search