skip to Main Content
Þjónustuaðilar
Myndir í Athöfninni

Myndir í athöfninni

Það getur verið ágætt að taka saman lista yfir það sem brúðhjónin vilja tryggja að verði myndað á brúðkaupsdaginn. Hér fyrir neðan er listi yfir myndefni sem gott er að styðjast við í tengslum við athöfnina sjálfa.

 • Mynd af kirkjunni að utan og innan, af altarinu og kórnum.
 • Myndir af gestum að koma til kirkju.
 • Söngvarar og/eða kór ásamt organista og öðru tónlistafólki.
 • Myndir af mæðrunum að heilsa gestunum við komuna.
 • Myndir af gestum búnir að koma sér fyrir rétt áður en athöfnin hefst.
 • Myndir af brúðgumanum og svaramanni hans sitjandi í kórnum.
 • Myndir af brúðgumanum og svaramanni hans standa upp og heilsa gestum.
 • Rétt fyrir athöfnina er tilvalið að taka nærmynd að brúðgumanum sem situr spenntur og kvíðinn og bíður eftir tilvonandi konu sinni
 • Nærmynd af brúður rétt áður en hún gengur inn kirkjugólfið.
 • Myndir afbrúðarmeyjunum / sveinunum / blómastelpunum / hringbera ganga inn kirkjugólfið.
 • Nærmynd af brúðguma þegar brúður gengur inn í kirkjuna ásamt svaramanni sínum.
 • Mynd í fullri stærð af brúður og svaramanni hennar er þau ganga inn kirkjugólfið.
 • Aðdáun gestanna er þau ganga inn kirkjugólfið.
 • Mynd af öllum sitja rólega í kórnum eftir að prestur hefur hafið athöfnina.
 • Brúðhjónin saman upp við altarið af fara með hjúskaparheitin.
 • Andlitsmyndir af þeim er þau fara með heitin (teknar frá mismunandi sjónarhorni).
 • Hringaberinn kemur með hringana.
 • Nærmynd er þau setja hringana á fingur hvort annars.
 • Brúðarkossinn.
 • Brúðhjónin sitja saman og svaramennirnir sitja saman.
 • Brúðhjón ganga saman út úr kirkjunni.
 • Fögnuður gesta er brúðhjón ganga út fyrir kirkjuna, hrísgrjón, sápukúlur eða rósablöðum rignir yfir þau.
 • Myndir af brúðhjónunum fagna og kyssa vini og ættingja fyrir utan kirkjuna.
 • Brúðhjón setjast inní brúðarbílinn.
 • Mynd af brúðhjónunum sitjandi saman inní bílnum
Back To Top
×Close search
Search