skip to Main Content
Þjónustuaðilar
Snyrting

Snyrting

Þegar til stendur að klæða sig upp í sitt fínasta púss og hafa allt sem fallegast er nauðsynlegt að líkaminn sjálfur sé upp á sitt besta. Nauðsynlegt er að huga snemma að því að koma sér í form og fara að huga umhirðu hárs og húðar.

Andlitsförðunin skiptir miklu máli til að fullkomna útlit brúðarinnar. Fagfólk veit hvað hentar best litarafti hverrar brúðar fyrir sig, hvað passar við útlit kjólsins, brúðarvöndinn og þemaliti brúðkaupsins.

Þennan dag vilja líka allir fá að skoða hringinn og þá er gott að vera með vel snyrtar hendur og neglur. Og útlit fótanna skiptir einnig máli, jafnvel þó þú klæðist síðum kjól. Hvað með skrokkinn, er nóg að koma honum í gott form eða viltu reyna að ná smá lit á húðina líka?

Slökun, nudd og gott dekur af og til er nauðsynlegt í brúðkaupsferlinu, fyrir brúði og brúðguma. Margir halda kannski að þetta sjáist ekki á brúðkaupsdeginum og því megi spara á þessu sviði. Það er þó ekki rétt, því dekur af þessu tagi gerir mann sælan og hamingjusaman og vellíðan sést ávallt langar leiðir. Fátt er líka unaðslegra en góður dekurdagur með tilvonandi makanum.

Back To Top
×Close search
Search