skip to Main Content
Þjónustuaðilar
Steggur

Steggur

Það er tilvalið að blanda saman hugmyndum en það fer allt eftir því hversu langan tíma þið hafið.

Það eru margar leiðir til að mæla karlmennsku steggs? Ein leið er fallhlífarstökk. Hafa þarf í huga að ef senda á stegg í einhverskonar „adrenalín skop“ að fara varlega með áfengi.

Ef þið hafið tækifæri á að fá litla rellu með flugmanni að láni þá er auðvelt að hrella stegginn. Hægt er að setjið stegginn á línuskauta, binda reipi við relluna og rétta honum. Hann mun halda að rellan muni draga sig um flugvöllinn og að hann eigi að sleppa þegar hún tekur á loft en sannleikurinn er annar. Þið vefjið hans reipi í bland við annað reipi sem ekki er fast við relluna. Að lokum fer vélin af stað en hann situr einn eftir skít hræddur á flugbrautinni.

Af hverju ekki að skella sér í köfun! Hægt er að fá unga yngismey til að ná í stegginn og keyra hann í köfunarkennslu, hún gæti jafnvel verið aðstoðarkona hans í kennslunni (oft fara þessi kennsla fram í sundlaugum en e.t.v. líka í vötnum).

Strákarnir geta farið saman á vatnasleða/sæsleða/sjóskíði, það er fátt skemmtilegra.

Litbolti, keila og go-kart er skemmtileg afþreying sem allur hópurinn getur tekið þátt saman í. í framhaldinu er hægt að fara í sundlaugarferð eða í sundferð í Nauthólsvík. Kvöldið getur svo endað á veitingastað með mat og drykk eða með góðu grilli í heimahúsi.

Sjóstangaferð með strákunum getur hentað. Allir skella sér í vöðlur og regnstakka, setja heitt kaffi á brúsa með hjartastyrkjandi vökva útí og grípa í sjóstöng. Hægt er að toppa daginn með því að fá eldaðan þann fisk sem veiddur er í ferðinni, þannig að dagurinn myndi skemmtilega og minnistæða heild.

Jeppaferð uppá jökul eða hvert sem er er skemmtilegt og eftirminnileg reynsla.

Ef hópurinn fer saman út að borða þá er ein hugmynd að leyfa stegginum einungis að borða pylsu með öllu og drekka dökkan bjór allt kvöldið á meðan þið strákarnir snæðið dýrindis mat. Önnur hugmynd er að fara í vínsmökkun saman og þjálfa þannig bragðlaukana áður en haldið er út að borð.

Karíókí er alltaf vinsælt. Það hafa allir gaman af því að syngja í góðra vina hópi.

Möguleikarnir eru óendanlegir! Munum þó að ætlunin er að steggurinn njóti dagsins. Höfum það að leiðarljósi.

Þjónustuaðilar sem bjóða upp á gæsa- og steggjapartý í þjónustuskrá brudkaup.is

Back To Top
×Close search
Search