skip to Main Content
Þjónustuaðilar

Vínsmakkarinn

Vínsmakkarinn

Velkomin/n á Vínsmakkarann Vín og Ölstofu.

Ertu að leita að skemmtilegri tilbreytingu fyrir óvissuferðina, árshátíðina eða starfsmannakvöldið hjá fyrirtækinu eða vinahópnum þínum?

Vínsmakkarinn býður upp á alls konar tækifæri, meðal annars vín-, bjór- eða kokteil námskeið.  Námskeið ásamt hlaðborði, salaleigu, móttöku með eða án matar/smárétta og ýmislegt fleira.

Hér fyrir neðan er brot af því sem við bjóðum upp á:

4×4 smakk: Stefán Guðjónsson, einn helsti vínþjónn landsins, leiðir þátttakendur í gegnum fjögur vín og fjórar þrúgur. Stefán kennir að lykta af og smakka vín, útskýrir muninn á vínþrúgunum og hvaða matur fer best með hvaða þrúgu. Samhliða því að smakka og bera vínin saman fá gestir að gæða sér á sérvöldum ostum. Verð 4.900,- fyrir manninn

Eftirfarandi námskeið eru einnig í boði.

Bjór námskeið: Farið er í muninn á 5 mismunandi bjór tegundum, lager, hveitibjór, porter, stout, og sérbruggaður bjór (sannkallaður öðruvísi bjór). Útskýrt hvernig bjór eru framleiddur, hvaða bjór passar með mat og af hverju, rekin er saga bjórsins á stuttann og skemmtilegan hátt. Í lokin er boðið upp á ekta bjór snarl. Verð 4.900,- fyrir manninn

Hvítvíns námskeið: Smakkað er á 4 helstu hvítvínsþrúgunum, munurinn á þeim er útskýrður á ítarlegan en skiljanlegan hátt. Farið er í gegnum hvaða matur fer best með hvaða hvítvíni og af hverju, og hvernig er best að drekka vínin.  Í lokin er boðið upp á osta og kryddpylsu bakka. Verð 4.900,- fyrir manninn

Rioja námskeið: Vín frá Rioja á Spáni eru án efa með vinsælustu vínum sem seld eru á Íslandi í dag, en margir gera sér ekki grein fyrir mismunandi tegundum af Rioja vínum. Hér verður smakkað á og útskýrður munurinn á 4 helstu tegundum i Rioja, Sin Crianza, Crianza, Reserva og Gran Reserva. Fjallað verður á léttum nótum um framleiðslu aðferðir í Roja og með hvaða mat vínið passar best. Í lokin er boðið upp á létta tapas rétti. Verð 4.900,- fyrir manninn

Freyðivíns og kampavíns námskeiðAllt sem þú vilt vita um freyðivín og kampavín, smakkað verður á mismunandi tegundum af freyðivíni, t.d. spumante, proseco, cava, demi sec og svo brut kampavín. Hægt er að hafa eingöngu kampavín eða eingöngu freyðivín, allt eftir óskum hópsins. Boðið verður upp á smá snittur við lok námskeiðsins. Verð 6.900,- fyrir manninn

Kokteil námskeið: kennt verður hvernig á að búa til nokkra af vinsælustu kokteilunum í dag, einnig verður sýndur munurinn á long drink, þurrum kokteil, before dinner og after dinner kokteilum o.s.frv.. Verð 4.900,- fyrir manninn

Ath. Innifalið í öllum námskeiðunum er smakk á víninu/bjórnum, (4-5 tegundir) og létt snarl í lokin. Hægt er að kaupa meira af því víni sem var verið að smakka á sanngjörnu verði. Gert er ráð fyrir því að námskeiðið taki klukkutíma og svo hálftími í spurt og svarað í lok námskeiðsins. 

Ath. Er eitthvað annað vín eða vínsvæði sem ykkur langar að fræðast meira um? Endilega hafið samband.  

Námskeið ásamt hlaðborði: Hægt er að fá námskeið og girnilegt hlaðborð sniðið að þörfum hvers hóps á mjög góðu verði eða aðeins 8.900 kr.

Salaleiga: Hægt er að leigja salinn fyrir ýmsa atburði, t.d. móttökur, fundi, tónleika, útskriftir og annað.  Staðurinn er útbúin HD skjávarpa, DVD spilara og hátalarakerfi. Einnig er hægt að panta hlaðborð eða annan mat.

Vínsmakkarinn er staðsettur í hjarta borgarinnar á Laugavegi 73 og er tilvalinn staður til að byrja eða jafnvel enda kvöldið.

“Eins og að koma til útlanda“.  Um leið og gengið er niður tröppurnar líður fólki eins og það sé komið erlendis á huggulegan bar með afslöppuðu andrúmslofti. Vínsmakkarinn tekur 45 manns í sæti eða 60-80 manns standandi.

Frábær skemmtun í notalegu umhverfi!

Pantið tímanlega.

571 0387
693 6526
Laugavegur 73
101
Reykjavík
Iceland
https://www.youtube.com/watch?v=MJP8VLV8vc0
  • Vínsmakkarinn
  • Vínsmakkarinn

Sendu skilaboð til þjónustuaðila

Vínsmakkarinn


Back To Top
×Close search
Search