skip to Main Content
Þjónustuaðilar

Gréta ljósmyndari

Gréta ljósmyndari

Gréta S. Guðjónsdóttir, ljósmyndari

Gréta lauk BA gráðu í listrænni ljósmyndun frá AKI, Akademie voor beeldende kunst, Hollandi, 1996. Hún hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari hér á landi síðan 1996. Á þessum árum hafa verkefnin verið mörg og fjölbreytileg.

Einstaklingar og fyrirtæki hafa notið krafta hennar, sem og tímaritin Vera, Uppeldi og Börn og menning. Hún lauk námi í kennslu og uppeldisfræði í KHÍ og hefur frá árinu 1997 kennt ljósmyndun á listasviði Fjölbrautarskólans Breiðholti.

Gréta tók þá í samsýningum í Enschede 1996 og Amsterdam 1997. Hér á landi hefur hún tekið þátt í samsýningum Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Ljósmyndarafélags Íslands og unnið til 1,2 og 3 verlauna. Hún var valin til að taka þátt í samsýningu Þjóðminjasafnsis, konur í íslenskri ljósmyndun og var með í samsýningu Listasafns Árnesinga árið 2009. Gréta var með einkasýningu í gallerí Start Art í September 2008, Amma Dúna, einkasýningu Ráf, 2009 í Eymundsson og sýninguna On the road á KEX, 2016. Árið 2016 gaf Forlagið út bókina On the road eftir Grétu.

Sendu skilaboð til þjónustuaðila

Gréta ljósmyndari


Back To Top
×Close search
Search