skip to Main Content
Þjónustuaðilar

Hótel Búðir

Hótel Búðir

Brúðkaup haldin á hótel Búðum eru okkur sérstaklega hugleikin og gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn ánægjulegan og einstakan. Hótelið sjálft, aðbúnaður og sú náttúrufegurð sem blasir við hvert sem litið er gerir það að verkum að Hótel Búðir eru einstaklega rómantískur staður. Gyllt ströndin, svört hraunbreiðan og sjálfur Snæfellsjökull eru bakgrunnurinn Hótelsins og í nokkurra metra fjarlægð er Búðakirkja. Athöfnin sjálf getur átt sér stað í kirkjunni, á ströndinni, úti í hrauni eða við rætur jökulsins svo eitthvað sé nefnt.

Það eru 28 tveggja manna herbergi á hótelinu, þar af 1 svíta, 9 deluxe herbergi, 10 standard twin herbergi og 8 queen loftherbergi.

Mögulegt er að gera öll herbergin að einstaklingsherbergi ef þess er óskað. Ef allt hótelið er bókað undir brúðkaupið er hægt að bjóða uppá hádegisdögurð í stað morgunverðar gegn auka gjaldi.

Verðin eru breytileg eftir árstíma og þeim fjölda herbergja sem bókaður er. Vinsamlegast hafið samband tímanlega við skipulagningu brúðkaups og við leggjum okkur fram við að gera daginn ógleymanlegan.

435 6700
  • Hótel Búðir

Sendu skilaboð til þjónustuaðila

Hótel Búðir


Back To Top
×Close search
Search